Um starfsfólk Heilsuvikunnar

 

Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir (Ásta Jakobs)  nam listmeðferðarfræði við Tobias School of Art & Therapy í Bretlandi frá 2010-2014 en áður lauk hún fornámi að myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri 1992 og fornámi að mannspeki við Emerson College 1997. Ásta nam einnig leiðsögn við Leiðsöguskóla Íslands með ensku og frönsku sem tungumál. Á síðustu 10 árum hefur Ásta gegnt ýmsum stöðum á Sólheimum en starfar í dag sem nuddari, meðferðaraðili og myndlistarkennari, mestmegnis í London auk þess er hún stýrir hópum á minni námskeiðum sem fela í sér myndlist, heilsurækt og hreyfingu í þerapískum tilgangi.

 

Aðalheiður J. Ólafsdóttir  nam hómópatíu við The college of practical Homoeopathy í Bretlandi 2000 - 2004. Í júní 2010 lauk hún diplómanámi í Eurythmy við Institut für Waldorfpädagogik Witten Annen í Þýskalandi. 2011 lauk hún B.A.-prófi í eurythmy (hrynlist) og 2012 mastersprófi í eurythmymeðferð við Alanus Hochschule für Kunst und Gesellschaft Alfter í Þýskalandi. Aðalheiður er sjálfstætt starfandi listmeðferðaraðili á antrópósófísku meðferðarstofunni Verðandi í Bolholti. Hún starfar einnig sem eurythmy-kennari og meðferðaraðili í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum og Waldorfskólanum Sólstöfum, jafnframt leiðir hún hópa í hrynlistarvinnu.

 

Angelika Jaschke hefur starfað sem eurythmymeðferðaraðili á einkastofu sinni í Dortmund í Þýskalandi frá 1988. Hún hefur einnig starfað sem gestakennari hjá ýmsum Eurythmyskólum og Eurythmymeðferðarskólum á alþjóðavísu. Frá árinu 2002 - 2016 þjónaði Angelika hlutverki alþjóðafulltrúa eurythmymeðferðarinnar fyrir samtök antrópósófískra (mannspeki) heilbrigðisstétta í Goetheanum í Sviss ásamt því að sinna stjórnarstörfum ýmissa aðildarfélaga (BVHE 1980-88, DAMiD, IKAM). Angelika hefur einnig hlotið þjálfun sem leiðbeinandi og stjórnandi sem og í skipulagsþróun.

 

Bjarnheiður Magnúsdóttir nam listmeðferðarfræði við Tobias school of Art & Therapy (1988-1992) eftir fornám í mannspeki við Emerson College 1986 – 1987. Hún hefur starfað bæði sem grunnskóla- og myndmenntakennari þar á meðal við Waldorfskólann í Lækjarbotnum og sem leikskólakennari við Waldorfleikskólann Yl.  Hún hefur einnig unnið með þroskahömluðum börnum  og fullorðnum bæði við Öskjuhlíðarskóla, Sólheimum í Grímsnesi og í Ásgarði. Bjarnheiður hefur undanfarin ár samhliða kennslu og listmeðferð, m.a. kennt á ýmsum námskeiðum sem tengjast Waldorfuppeldisfræðinni. 2016 tók Bjarnheiður tók þátt í "Máttur kvenna" á Bifröst og stundar nú nám við Endurmenntun Háskóla Íslands í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Bjarnheiður er sjálfstætt starfandi listmeðferðaraðili á antrópósófísku meðferðarstofunni Verðandi í Bolholti.

 

Gerhard Böhme. Hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í antrópósófískri hjúkrun (IFAN). Fæddur og uppalinn í Stokkhólmi, Svíþjóð. Hann hefur starfað innan heilbrigðisþjónustu frá 1974 og sem menntaður hjúkrunarfræðingur síðan 1981. Framhaldsmenntun í antrópósófískri hjúkrunarfræði 1983-86. Hefur m.a. starfað innan eftirfarandi sviða: hjúkrunarheimili, innan antrópósófískrar heimila fyrir fatlaða á Íslandi og í Svíþjóð, á sjúkrahúsum á lyflækningadeild m.a. á Vidarkliniken í Järna, Svíþjóð, við heimahjúkrun, á öldrunarheimilum og á einkarekinni antrópósófískri heilsugæslu í Gautaborg, Sviþjóð.

 

Gerhard König nam höggmyndalist og Waldorf uppeldisfræði í Dornach, Sviss. Þar á eftir fylgdu fleiri ár sem list- og verkgreinakennari við mismunandi Waldorfskóla í Sviss og Þýskalandi. Seinna starfaði Gerhard í áratug sem bekkjarkennari barna með hegðunarvandamál, jafnframt hefur hann starfað sem handverkskennari í Ásgarði í Mosfellsbæ til ársins 2016.  Gerhard er einnig högglistamaður og hefur haldið fjölda sýninga bæði hér á landi og erlendis þar sem hann fæst við náttúru eða landlist (landart) og bíður hann upp á námskeið fyrir áhugafólk. Í listsköpun sinni leitast hann við að nálgast hina sönnu veru náttúrunnar og mannsins.

 

Guðrún Helga Garðarsdóttir  starfar sem leikskólakennari við Waldorfleikskólann Sólstafi. Guðrún útskrifaðist sem handa- og tónmeðferðaraðili frá Norræna Kirofonetik skólanum árið 2009 . Á árunum 1985 til 1988 var Guðrún við nám á Emerson í Englandi, tók þar grunnnám í antrópósófískum fræðum (foundation year) og svo tvö ár í tónlist og Werbecksöng. Guðrún stundaði nám í hrynlist á Peredur í East Grinstead á árunum 1990 til 1992. 2002 útskrifaðist Guðrún sem Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnuður frá College of Cranio Sacral Therapy / CCST.  Guðrún starfar nú sem handa- og tónmeðferðaraðili á antrópósófísku meðferðarstofunni Verðandi í Bolholti.

 

Inger Steinunn Steinsson er menntuð Waldorfleikskólakennari frá Rudolf Steiner Seminariet í Århus. Hún lauk diplómanámi í Helsepædagogik frá Marjatta Semirarium í Danmörku árið 2009, alþjóðlega viðurkennd þroskaþjálfa-menntun byggð á fræðum Rudolfs Steiners. Inger útskrifaðist sem handa- og tónmeðferðaraðili frá Norræna Kirofonetik skólanum á Íslandi vorið 2015. Inger starfar við sérkennslu og þerapíu við Waldorfskólann í Lækjarbotnum. Samhliða kennslunni vinnur hún með skjólstæðinga, jafnt börn sem fullorðna i handa- og tónmeðferð á antrópósófísku meðferðarstofunni Verðandi í Bolholti.

 

Jan Mergelsberg lauk læknisfræði við háskólann í Witten/Herdecke með sérmenntun sem antrhópósófískur læknir (GAÄD). Frá 2010-2014 var Jan aðstoðarlæknir við Paracelsus-Krankenhaus í Þýskalandi; sjúkrahús sem vinnur einnig með anthrópósófískar lækningar. Eins og stendur nemur hann sérnám í  almennum lækningum við Siloah sjúkrahúsið í Pforzheim. Jan hefur einnig lokið námi fyrir lækna í eurythmy meðferð í Unterlengenhardt og viðbótarnámi í rhythmísku nuddi við  Ita-Wegman-Akademie í Graz, Austurríki.

 

Sigríður Þorbergsdóttir er fædd 3. maí 1972 og starfar á skrifstofu Waldorfskólans í Lækjarbotnum.  Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1992 og nam hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist með B.Sc. árið 1997. Árið 2000 útskrifaðist Sigríður sem svæðanuddari (reflexology therapist) og stundar hún nú nám í handa- og tónameðferð (Kirophonetik Therapy).

 

 

Sólveig Þorbergsdóttir er fædd 26. febrúar 1964. Hún starfar sem umsjónar- og handverkskennari í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Hún lauk BA prófi í myndlist frá HKV í Utrecht, Hollandi árið 1992. Sólveig útskrifaðist í  Waldorfkennslu- og uppeldisfræðum eftir þriggja ára nám árið 2007 og lauk námi í Starfsleikni í almennum grunnskólum hjá Kennara Háskóla Íslands árið 1996. Sólveig er einnig gönguleiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands frá 1997.

 

 

TOBIASHÚS

info@healthweeks.is   registration@healthweeks.is   Tel.: 00354-692-5756