Einstaklingsmeðferðir

Boðið verður upp á fjögur mismunandi meðferðarform sem hafa verið viðurkennd af alþjóðasamtökum antrópósófískra heilbrigðisstétta. Dvalargestir geta valið eitt af fjórum meðferðarformum og einnig er boðið upp á viðtöl við fagaðila með menntun í antrópósófískum lækningum.

 

 

 

 

Eurythmymeðferð.

Eurythmy-meðferðarformið var þróað árið 1921 af Dr. Rudolf Steiner í samvinnu við Dr. med. Ita Wegman. Meðferðarform þetta, sem byggist á grunnþáttum hrynlistarinnar/eurythmy er sem hreyfimeðferð mikilvægur þáttur hins antróposófíska heilbrigðiskerfis. Markmið meðferðarformsins er að styrkja skjólstæðinga og aðstoða þá í að virkja sína eigin heilsubætandi krafta og finna leið til heilbrigðis. Í eurythmy-meðferðinni er notast við hljóð- og tónmyndir sem eru færðar yfir í fyrirfram ákveðnar hreyfingar. Sérhvert hljóð hins talaða máls á sér hliðstæðu í heimi hreyfinga, þannig hafa sérhljóðar rúmfræðilega formbirtingu, þar sem nákvæm staða t.d. handleggjanna í tengslum við uppréttan líkamann skiptir megin máli. Samhljóðarnir hafa aftur á móti mótandi hreyfimyndir þar sem lögð er áhersla á flæðið í hreyfingunni. Jafnframt er unnið með myndform í tónlist þar sem t.d.  tónar og tónbil hafa áhrif á virkni hreyfinganna.

 

  

 

Handa- og tónmeðferð

Handa- og tónmeðferð er þróuð af Dr. Alfred Baur við “Institut für Logopädie und Heilpädagogik” í Linz í Austurríki og byggist á kenningum Rudolfs Steiner. Chirophonetik (handa- og tónmeðferð) er komið úr grísku og gefur til kynna að hendurnar (g. cheires) eru notaðar til að forma hljóð (g. phonema) í strokum. Við hvert hljóð sem við myndum streymir loftið á mismunandi hátt um talfærin. Meðferðaraðilinn gerir strokur á líkama þess sem þiggur og líkja strokurnar eftir hreyfingum loftsins um talfærin. Kraftur hljóðsins stuðlar að heilbrigði sálar og líkama.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Listmeðferð.

Í listmeðferð eru lögð ýmis verkefni fyrir einstaklinginn sem ýta undir innra jafnvægi og hjálpa honum að fara í gegnum ýmsa reynslu. Á sama tíma er unnið með mismunandi form, flæði og liti til að hafa áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi. Teikning og málun hjálpa til við að leysa úr læðingi sköpunarkrafta og ýta þar með undir getu til að yfirstíga mörk og hindranir sem hafa byggst upp. Í undirmeðvitundinni getur listmeðferðin einnig haft uppbyggjandi áhrif á það hvernig við tökum á mörkum og hindrunum í framtíðinni. Listmeðferð hefur reynst sérstaklega vel í vinnu með tilfinningatengda erfiðleika.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tónlistarmeðferð

Tónlist — hvort heldur sem rödd, melódía, harmónía, hljóð eða hrynjandi — höfðar frekar til tilfinninga okkar en hugsana. Engin þörf er á þekkingu á tónlist eða hljóðfæraleik til að taka þátt í músíkþerapíu. Notast er við mörg mismunandi hljóðfæri sem auðvelt er að leika á auk raddarinnar. Einstaklingurinn leikur sjálfur og með meðferðaraðilanum, eða hlustar á einfaldar laglínur, hljóð og hrynjandi. Val á hljóðfærum tekur mið af þörfum einstaklingsins. Markmið músíkþerapíunnar er m. a. að opna fyrir upplifun á þögn og hljóði en hrynjandi og endurtekning ýta undir þessa getu.

 

Mælt er með góðri hvíld að lokum meðferða.

 

Stuðningsmeðferðir

Hjúkrunarfræðingar með antrópósófíska sérmenntun bjóða dvalargestum daglega upp á 1-2 stuðningsmeðferðir. Antrópósófísk hjúkrun byggir á mismunandi náttúrulegum aðferðum sem eru bæði heilsubætandi og ýta undir viðleitni líkamans til að ná aftur bata.

 

Rytmísk smurning

Rytmísk smurning eftir aðferðum Wegman/Hauschka er mikilvægur hluti antróposófískrar hjúkrunar. Olíur, krem og smyrsl eru borin á húðina með rytmískum hreyfingum sem bæði virka heildrænt og staðbundið. Rannsóknir sýna að slíkar meðhöndlanir geti haft róandi áhrif á blóðþrýsting, púls og öndun, dregið úr stressi og hjálpað til við að gróa sár.

 

 

Hlutaböð og fótaböð.

Hlutaböð eða fótaböð með viðbættu jurtatei eða baðmjólk ýta undir ýmsa virkni í líkamanum. Ef t.d rósmaríntei er bætt út í baðvatnið virkar það hitagefandi og eykst þar með blóðflæðið.

 

Bakstrar og vafningar.

Bakstrar og vafningar eru hluti af ytri aðhlynningu þar sem einn líkamshluti eða eitt líffæri er meðhöndlað. Meðhöndlun þessi hefur svo áhrif á alla líkamsstarfsemina. Þannig getur meðhöndlun með t.d. kamillutei á magasvæðið virkað krampalosandi og mýkjandi eða smyrslklútur með lavender og rósablöðum virkað róandi á lungun.

 

 Mælt er með góðri hvíld að lokinni aðhlynningu.

 

Samtöl/Viðtöl

Boðið verður upp á viðtöl hjá fagaðilum ásamt meðferðaraðilum. Skráningarblöð má nálgast á staðnum meðan á dvölinni stendur.

 

 

TOBIASHÚS

info@healthweeks.is   registration@healthweeks.is   Tel.: 00354-692-5756