Hópnámskeið

Eftirfarandi hópnámskeið verða í boði:

 

Málun

Í antróposófískri listmeðferð er blautt á blautt aðferðin oftast notuð. Þessi aðferð, þar sem flæðandi litir blandast frjálslega á rökum pappírnum, örvar ímyndunarafl og leik, þar sem nýir litir og skörp form myndast og hverfa á ný inn í draumaveröld tilfinninga. Þessi aðferð styrkir tilfinningalífið, kemur hreyfingu á staðnaðar hugsanir þannig að við tengjumst umhverfinu á meira skapandi og sveigjanlegri hátt. Það sem skiptir mestu máli er ekki útkoman, heldur ferlið.

 

Hrynlist

Hrynlist (eurythmy) er hreyfilist sem leggur áherslu á rúm og tíma. Með vinnslu á ljóð- og tónverkum er leitast við að framkalla sjónrænt það sem lifir milli hljóða og tóna.
Í heilsubætandi hrynlist er lögð áhersla á samhæfingu, líkamsbeitingu og flæði sem saman ýta undir slökun, dýpri öndun og jafnari púls.

 

Kór

Í gegnum sönginn tengjumst við tónlistinni sem býr innra með okkur og notum okkar eigin líkama sem hljóðfæri. Að nota okkar eigin rödd til að skapa tóna hreyfir við okkur á ólíkum sviðum. Í samsöng með öðrum skapast samhljómur þar sem ólíkar einingar mynda eina heild. Og þessi hljómandi heild lífgar, gleður og styrkir þá sem skapa hana saman.

 

Leirmótun

Að vinna með leir (jörð) og vatn og móta form gerir okkur kleift að skynja okkar eigin mörk við umhverfið, það gefur okkur festu. Að ylja og hnoða leirinn umbreytir ómótuðu efni í form. Það er hliðstætt mótunarferli lífsorkunnar í líkamanum og gefur henni jarðtengingu.

 

 

 

 

Ummæli frá einum gestanna 2014

“There was so many good things! The meetings every morning were very special moments. The therapists and the treatments were very good. The morning walks were very nice even though a bit too short. The meals were amazing!....I can not choose one thing that I like the most because everything we did was truly great in it´s own way.”

TOBIASHÚS

info@healthweeks.is   registration@healthweeks.is   Tel.: 00354-692-5756